Páll Sigurðsson

skipulagsfulltrúi

Staða: Skipulagsfulltrúi á skógarauðlindasviði

Fagsvið: Umsagnir, samstarf og ráðgjöf um skipulag og framkvæmdir auk vinnu að landshlutaáætlunum og gæðaviðmiðum í skógrækt

Selfoss
Skógræktin, Austurvegi 3, 800 Selfossi

Páll er í doktorsnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands en hefur áður lokið fimm ára námi í skógfræði frá Arkangelsk-háskóla í Rússlandi og doktorsprófi frá sama skóla. Hann er einnig blásari, með brottfararpróf í baritonleik frá Tónlistarskóla Árnesinga, og er löggildur skjalaþýðandi af rússnesku á íslensku. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem brautarstjóri BS-náms í skógfræði við LbhÍ og kennt bæði við háskóla- og starfsmenntanámið. Einnig hefur hann starfað við rannsóknir, meðal annars við ForHot-verkefnið, unnið við skógræktar- og garðyrkjustörf, kúabúskap og fleira og um hríð sem sérfræðingur hjá skógrannsóknastofnuninni í Arkangelsk.