Ceramica pisi

Lífsferill

Ertuygla (Ceramica pisi) er mjög fjölhæf í fæðuvali og lirfur hennar valda skaða á allskyns plöntum, þar á meðal lauf- og barrtrjám. Lirfan klekst oftast út í lok júlí. Hún er fullvaxta í byrjun september og skríður þá niður í jörðu til að púpa sig. Fiðrildin koma úr púpum í byrjun júlí.

Tjón

Lirfur ertuyglu eru mikil átvögl og geta valdið miklu tjóni á trjám, einkum á ungplöntum sem hafa lítinn laufmassa.

Varnir gegn skaðvaldi

Ertuyglu má verjast með úðun með skordýraeitri. Þær sitja einnig mjög laust á plöntunum svo sumir hafa einnig brugðið á það ráð að tína lirfurnar af eða hrista þær í ílát til að fækka þeim.