Afkvæmaprófanir á alaskaösp. Notaðir verða klónar úr kynbættu asparsafni sem sýnt hafa meira ryðþol og meiri vöxt en þeir sem notaðir hafa verið hingað til. Asparsafnið er afrakstur kynbótaverkefnis sem Halldór Sverrisson hefur stýrt síðustu ár. 

2020: Verkefnið er styrkt af NORA og er í samstarfi við Grænland og Færeyjar. Markmið verkefnisins er að sannreyna notagildi kynbætta asparklóna um land allt. Valdir voru 25 ryðþolnir klónar og 5 viðmiðunarklónar til prófunar á 10 stöðum á Íslandi, 2 á Grænlandi og 2 í Færeyjum. Stiklingum var safnað og stungið í byrjun mars 2020 og vonir standa til að gróðursetning fari fram í alla tilraunastaði í júní-júlí 2020. Verkefnið er með styrkvilyrði frá NORA til þriggja ára.

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason