2019: Á árinu 2018 var sáð fræi frá 3 evrópulerkiklónum og 3 rússalerkiklónum úr fræhúsinu á Vöglum til að bera saman afkomendur þessara klóna í sérstöku afkvæmaprófi. Til samanburðar var einnig sáð fræblöndu frá rússalerkiklónunum annars vegar og evrópulerkiklónunum hins vegar sem gáfu fræ í fræhúsinu. Auk þessa kvæmið Lassinmaa notað til samanburðar. Vorið 2019 var gróðursett í samanburðartilraun á Vöglum á Þelamörk, Höfða á Héraði og Hólsgerði í Eyjafirði.Tilraunirnar gefa upplýsingar um kynbótagildi mæðranna en upplýsingagildið myndi meira en tvöfaldast ef hægt væri að greina feður tegundablendinganna.

2020: Stefnt er að því að taka sýni af öllum tegundablendingunum á Vöglum á Þelamörk og Hólsgerði í Eyjafirði vorðð 2020 til að eiga í faðernisgreiningu. Um haustið verður lifun og hæð skráð í öllum tilraununum þremur. Leitað verður að fjármagni til að faðernisgreina sýnin.

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason