Megin markmið verkefnisins eru að kanna hvort að hægt er að finna aspar eða víðiklóna sem asparglytta sækir minna í. Einnig er útbreiðslusvæði og kynslóðafjöldi asparglyttu á Íslandi skoðuð í verkefninu.

2019: Sett var upp aspartilraun í gróðurhúsi þar sem asparglyttubjöllur voru látnar velja á milli mismunandi klóna. Útbreiðsla asparglyttu var skoðuð í hringferð sérfræðinga auk þess að sendar voru spurningar í tölvupósti víða um landið. Einnig var lífsferill asparglyttu vaktaður á tveimur stöðum, til þessa að skoða fjölda kynslóða á árinu.

2020: Stefnt er að því að klára að vinna úr niðurstöðum ársins 2019. Einnig verður haldið áfram að vakta útbreiðslu asparglyttu á Íslandi.

Rannsóknarsvið

Trjá- og skógarheilsa

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynja Hrafnkelsdóttir