2019: Um mánaðarmót febrúar-mars var safnað sprotum af um 30 úrvalstrjám af evrópulerki innan þeirra kvæma sem sýnt höfðu bestu lifunina og formið innan áðurnefndra tilrauna á Vöglum á Þelamörk, Höfða á Héraði og í Holtsdal á Síðu. Ágræðslan fór fram vorið 2019 á tilbúna grunnstofna af Hrym í fræhúsinu á Vöglum. Ágræðslan skilað 93 heppnuðum ágræðslum af 38 klónum.

2020: Ágræddu trén verða áframræktun í fræhúsinu á Vöglum sumarið 2020 og síðan gróðursett í frægarð á Tumastöðum haustið 2020 eða vorið 2021 þegar þau verða talin tilbúin til þess.

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason