Kolviður stefnir að gróðursetningu trjáplantna til kolefnisbindingar á Mosfellsheiði í náinni framtíð. Til að kanna aðstæður hefur verið þróað tilraunaverkefni sem hefur að markmiði að svara spurningum um lifun trjáplantna á Mosfellsheiði.

2019: Settar voru upp girðingar vorið 2019 og gróðursett utan girðingar um haustið.

2020: Gróðursett verður innan og utan girðingar vorið 2020. Gerðar verða efnamælingar á sýnum sem tekin verða á trjáplöntum fyrir og eftir gróðursetningu. Haustið 2020 munu liggja fyrir fyrstu niðurstöður verkefnisins.

Rannsóknarsvið

Nýræktun skóga og skjólbelta

Tengiliður Skógræktarinnar

Björn Traustason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Bjarki Þór Kjartansson

Björn Traustason

Þorbergur Hjalti Jónsson