Viðfangsefnið er þróa áfram vinnubrögð við skógrækt á Íslandi með því að sannreyna og laga nýja sænska tækni við
gróðursetningu og áburðargjöf að íslenskum aðstæðum í skógrækt. Möguleikarnir felast í að taka upp gróðursetningu
fræpökka í stað skógarplantna þar sem það á við til að lækka stofnkostnað við skógrækt um allt að 50% og einfalda
flutning og geymslu umtalsvert. Fræpökkurinn er torfköggull sem einnig inniheldur 1 trjáfræ, rakadræga kristalla til
auðvelda fræinu að spíra og bæði auðleystan og seinleystan áburð til að koma trjáplöntunni í vöxt. Hann er gróðursettur
með svipuðum hætti og venjuleg skógarplanta. Hitt atriðið er að tryggja betur lifun og vöxt skógarplantna með nýjum
áburði, sem ber nafnið Argrow granular, kögglaður áburður, sem er að uppistöðu til amínósýran arginín. Sérstakur
áburðarskammtari, hannaður fyrir áburðinn, verður prófaður samhliða og getur mögulega gefið mikla vinnuhagræðingu
við sjálfa áburðargjöfina.

2020: Verkefnið fékk styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Einnig var sótt um í Loftslagssjóð en svar liggur ekki fyrir.  Rannsóknin skoðar möguleikann á lækkun stofnkostnaðar, vinnuhagræðingu og betri lifun og vexti í nýskógrækt með því að innleiða þessar nýjungar í íslenska skógrækt. Argrow áburðurinn verður prófaður á þremur stöðum á Íslandi á 5 algengustu tegundirnar í íslenskri skógrækt. Fræpökkurinn verður prófaður á jafnmörgum stöðum í samanburði við gróðursettar plöntur en eingöngu fyrir stafafuru. Allar tilraunirnar verða settar út sumarið 2020.

Rannsóknarsvið

Nýræktun skóga og skjólbelta

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason