Nú er lokið spurningaleik um jólatré, sem hægt var að taka þátt í Smáralind. Hvorki fleiri né færri en 7.000 einstaklingar tóku þátt í leiknum. Nöfn þriggja þátttakenda, sem svöruðu öllum spurningunum rétt, voru dregin úr atkvæðakassanum, sem reyndar var vegleg síldartunna. Hinar heppnu fá allar heimsenda fallega íslenska stafafuru fyrir jólin. Þær eru:


Karen Elva Baldvinsdóttir

Kambahrauni 58
810 Hveragerði

Irena Björk Ásgeirsdóttir
Hjarðarhaga 56
107 Reykjavík

Elínborg Þóra Bjarnadóttir
Hamrabyggð 18
220 Hafnarfirði

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hrein Óskarsson starfsmann S.r. og Ragnhildi Freysteinsdóttur starfsmann S.Í. draga nöfn hinna heppnu úr síldartunnunni í votta viðurvist.

Við óskum þeim til hamingju og hvetjum alla til þess að skoða stafafuruna í Smáralind sem nú þjónar því hlutverki að hýsa jólapakka sem Mæðrstyrksnefnd Kópavogs mun dreifa fyrir jólin, auk þess að bera jólakúlur sem fólk getur keypt til styrktar SOS barnaþorpum.

Með því að velja íslenskt jólatré í ár styður þú við skógrækt á Íslandi. Þú getur keypt íslensk jólatré hjá:

- Skógræktarfélögum víða um land
- Blómavali
- Garðheimum

- Ýmsum smærri söluaðilum, s.s. björgunarsveitum.