Nokkuð hefur verið fjallað í fjölmiðlum um kæru Skógræktar ríkisins á hendur Kópavogsbæ og Klæðningu ehf. Sú kæra lögð var fram þann 21. febrúar í kjölfar Heiðmerkurmálsins. Í kjölfar kærunnar virðist sem sitt sýnist hverjum um hvort „Lög um skógrækt“ (nr.3/1955) hafi annað eða minna vægi en önnur landslög (sjá HÉR og HÉR).

Í Fréttablaðinu í dag (bls. 6) eru kynntar niðurstöður óformlegrar viðhorfskönnunar meðal lesenda fréttavefsins vísir.is, um hvort refsa eigi fyrir brot á skógræktarlögum. Yfirgnæfandi meirihluti (83%) lýsir sig fylgjandi refsingu fyrir brot á skógræktarlögum, en 17% svarenda eru slíkum refsivendi mótfallnir.