Aðalfundur landssamtaka skógareigenda var haldinn í Húnavallaskóla dagana 13.-15. ágúst.  Stór hópur Skógarbænda af Héraði mætti á fundinn auk þess sem flestir starfsmenn Héraðs -og Austurlandsskóga voru viðstaddir. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Héraðsbúa gróðursetja nokkur tré á fundarstaðnum. 

Auk hefðbundinna fundarstarfa var farin kynnisferð í Blönduvirkjun þar sem fram hefur farið talsverð skógrækt á undanförnum árum, farið var í Gunnfríðarstaðaskóg og út í Hrútey sem eru skógræktarsvæði í umsjón Skógræktarfélags A-Húnvetninga.