Skagamenn gestgjafar að þessu sinni
Framtíðarsýn Elkem á Íslandi og eplarækt á Akranesi er meðal umræðuefna á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður á Akranesi 15.-17. ágúst. Gestgjafar fundarins eru Skógræktarfélag Akraness og Skógræktarfélag Skilmannahrepps og verður fundurinn haldinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Vogabraut 5.
Fundurinn hefst kl. 10 á föstudagsmorgun með ávörpum og þar tekur meðal annars til máls Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Flutt verður skýrsla stjórnar, farið yfir reikninga og flutt skýrsla Landgræðslusjóðs auk þes sem skipað verður í nefndir. Síðdegis verður fjallað um eplarækt og þar er að sjálfsögðu á ferð Jón Guðmundsson, einn fremsti eplaræktandi landsins, sem flytur erindi og sýnir svo fundargestum eplarækt sína í skoðunarferð um Akranes. Þar verður einnig komið við í skógarreitum Skógræktarfélags Akraness í Slögu og Garðalundi. Á laugardagsmorgun verða flutt nokkur fræðsluerindi, meðal annars rætt um framtíðarsýn Elkem á Íslandi og samstarf skógargeirans við fyrirtækið en líka um jólatrjáarækt svo eitthvað sé nefnt. Eftir hádegi verður farið í skoðunarferð og dagurinn endar með hátíðarkvöldverði og -dagskrá í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Aðalfundinum lýkur svo á sunnudag með afgreiðslu tillagna og reikninga ásamt kosningu í stjórn.
Dagskrá aðalfundar Skógræktarfélags Íslands á Akranesi er annars sem hér segir:
Föstudagur 15. ágúst
- 9:30 Afhending fundargagna
- 10:00 Fundarsetning og ávörp
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
Jens B Baldursson, formaður Skógræktarfélags Akraness
Jón Loftsson skógræktarstjóri
Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi Akraness
- 10:45 Skýrsla stjórnar Skógræktarfélags Íslands – Magnús Gunnarsson og Brynjólfur Jónsson
Reikningar Skógræktarfélags Íslands – Brynjólfur Jónsson
Skýrsla Landgræðslusjóðs – Guðbrandur Brynjúlfsson
Fyrirspurnir um skýrslu stjórnar
- 11:45 Skipað í nefndir. Tillögur lagðar fram og kynntar
- 12:00 Um Akranes – Hannibal Hauksson ferðamálafulltrúi
- 12:15 Hádegisverður
- 13:15 Nefndastörf
- 15:00 Erindi – Eplarækt á Akranesi – Jón Guðmundsson
- 15:20 Kaffi
- 15:45 Skoðunarferð um Akranes
Eplaræktin hans Jóns heimsótt
Slaga og Garðalundur
- 19:30 Skoðunarferð lýkur við Fjölbrautaskólann
Laugardagur 16. ágúst
- 9:10 Fræðsluerindi
Hverfi og skógrækt í nútíð og framtíð á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit – Jens B. Baldursson og Bjarni O.V. Þóroddsson
Framtíðarsýn Elkem á Íslandi og gildi – Þorsteinn Hannesson
Samstarf Skógræktar ríkisins og Elkem á Íslandi – Þorbergur Hjalti Jónsson
Skaðvaldar í skógi – Halldór Sverrisson og Guðmundur Halldórsson
Jólatrjáaræktun á Íslandi. Hvernig má bæta gæði og magn jólatrjáa hjá skógræktarfélögunum –
Else Möller
- 11:00 Fyrirspurnir og umræður
- 11:30 Um Hvalfjarðarsveit – Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaoddviti
- 12:00 Hádegisverður
- 13:30 Skoðunarferð
- 17:00 Komið úr skoðunarferð að Fjölbrautaskóla Vesturlands
- 19:30 Fordrykkur í Fjölbrautaskólanum
- 20:00 Hátíðarkvöldverður í Fjölbrautaskóla Vesturlands
Hátíðardagskrá í boði Skógræktarfélags Akraness og Skilmannahrepps
Heiðranir
Dans fram eftir kvöldi
Sunnudagur 17. ágúst
- 10:00 Afgreiðsla reikninga
- 10:15 Afgreiðsla tillagna
- 11:00 Almennar umræður
- 12:00 Kosning stjórnar
- 13:00 Fundarlok
Fundargögn:
Kjörbréf (.doc)
Dagskrá (.pdf)
Starfsskýrsla 2013-2014 (.pdf)
Framkvæmdir á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness
í Slögu í byrjun ágúst 2014