Afkvæmatilraunir eru hafnar með afkvæmi kynbætts íslensks birkis.  Markmið þessa verkefnis er að finna íslenskt birki sem vex hraðar og beinna en það birki sem nú er plantað. 

Í fyrstu tilrauninni af þremur var plantað 2800 plöntum á Hólasandi í byrjun júlí.  Plantað verður í tvo tilraunareiti í viðbót seinna í mánuðinum.  Annar reiturinn verður á Suðurlandi og hinn á Fljótsdalshéraði.  Skógrækt ríkisins hefur umsjón með tilrauninni.