Mynd af vef NordGen
Mynd af vef NordGen

NordGen Forest, skógasvið norrænu erfðavarðveislustofnunarinnar, býður til vefmálþings miðvikudaginn 24. mars með yfirskriftinni „Ný tækni í plöntuframleiðslu“. Öllum er velkomið að skrá sig til þátttöku.

Málþingið fer fram á skandinavísku. Meginviðfangsefnið er ný tækni í fjölgun trjáplantna sem kölluð hefur verið vefjaræktun úr frækími, sem er lausleg þýðing á enska hugtakinu „somatic embryogenesis“. Bókstafleg þýðing gæti verið „líkamleg fósturvísamyndun“ sem segir fólki kannski ekki miklu meira en í stuttu máli snýst þetta um stórfellda fjölgun eða klónun trjáplöntu með vefja- eða frumurækt úr frækími. Áhugaverð þróun hefur verið í gangi í þessari tækni undanfarin ár sem meðal annars var fjallað um í frétt á skogur.is fyrir fáeinum árum:

Stiklingar af barrtrjám

Einnig verður á málþinginu fjallað um stiklingarækt og verður mjög áhugavert að fræðast um stiklingarækt barrviðartegunda.

Málþingið er ætlað öllu fagfólki í fræ- og plöntuframleiðslu trjáa, nemendum í skógvísindum og öllum öðrum sem áhuga hafa. Það er öllum opið til skráningar og þátttöku. Skráningu lýkur föstudaginn 19. mars og málþingið fer fram miðvikudaginn 24. mars. Með skráningu fæst hlekkur til að tengjast fundinum.

Dagskrá og skráning

Texti: Pétur Halldórsson