Kristján Jónsson, skógræktarráðgjafi á Ísafirði, með viðurkenningarskjal starfstöðvarinnar þar. Ljós…
Kristján Jónsson, skógræktarráðgjafi á Ísafirði, með viðurkenningarskjal starfstöðvarinnar þar. Ljósmynd: Umhverfisstofnun

Kristján Jónsson, skógræktarráðgjafi í starfstöð Skógræktarinnar á Ísafirði, tók nýlega við viðurkenningarskjali frá Umhverfisstofnun til sannindamerkis um að starfstöðin hefði tekið fyrsta græna skrefið í ríkisrekstri. Þar með hafa allar starfstöðvar Skógræktarinnar náð þessum áfanga.

Við sögðum frá því fyrir nokkru hér á skogur.is að þetta takmark væri að nást hjá Skógræktinni. Í því felst að starfstöðvarnar hafa farið í gegnum ýmsa umhverfisþætti í daglegum rekstri og náð að uppfylla nægilega mörg af settum skilyrðum til að hljóta viðurkenninguna. Þegar er hafin vinna við að ná þeim markmiðum sem felast í skrefi tvö.

Fleiri myndir má sjá með frétt á vef Umhverfisstofnunar.

Texti: Pétur Halldórsson