Andakílsskóli og Kleppjárnsreykjaskóli í skógarnámi 20. ág.

Safnast var saman í grenndarskógi Kleppjárnsreykjaskóla við Deildartungu og settar upp 4 starfsstöðvar. Birgir Hauksson skógarvörður fór í gegnum skógarhirðuna og þátttakendur æfðu sig í að klippa frá og snyrta. Á annarri starfsstöð var unnið með upplifanir og sköpun í skógi. Sem fyrr var eitt af verkefnunum að finna tré blinda mannsins og í öðru að kortleggja upplifanir sínar í skógarumhverfinu og forma þær með einhverjum hætti og dæmi var um að þátttakandi setti saman ljóð sem lýsti stemmningunni í skóginum.

Friðrik Aspelund skógfræðingur og kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri tók fyrir mælingar í skógi og fengu þátttakendur að glíma bæði við einfaldar og flóknar aðferðir og nota til þess mæliáhöld sem voru þeim sum hver mjög framandi.


Skólastjórarnir, Guðlaugur og Elísabet prófa mæltækina. Á fjórðu starfstöðinni fjallaði Sigurður Freyr starfsmaður Vesturlandssskóga um fræsöfnun, sáningu, græðlingarækt og skógarvistfræði á stað þar sem auðveldlega mátti finna sjálfsánar birki og víðiplöntur í rökum rofsvæðum.