Aomori furutrén á Zao fjalli í Japan (sjá meðfylgjandi mynd) draga að sér margan manninn, s.s. skíðamenn. Staðarbúar kalla þau snjótröll eða juhyo. Skv. ferðamannaupplýsingum frá Zao myndast þessi umgjörð trjánna þegar frostregn sest á trén í vindi og ummyndast í gafffallaga kristalla. Snjór festist í gafflinum, harðnar og hleðst upp í kringum tréð. Ferlið endurtekur sig og þannig myndast þessi tröll. (Heimild: Miyagi Sightseeing Guide Zao).

Þó ekki viti undirritaður til þess að slíkt myndist hér á landi þá á Zao svæðið ýmislegt sameiginlegt með Íslandi, nefnilega jarðvarma og heitar uppsprettur.

(IS)