Til að skoða skýrslunar smellið hérna.

 

Úr Íslandsskógum:

"Um leið og Austurland varð formlega að umdæmi skógarvarðar 1908 kom Norðurland með skógarvarðarbústað á Vöglum. Einar E. Sæmundsen hóf þar störf, en við hrókeringar 1910 flutti Einar sig á Suðurland en Stefán Kristjánsson kom í Vagli. Það gerist síðan næst á Norðurlandi að settur er skógarvörður yfir Ásbyrgi þegar það er friðað 1928. Sveinn Þórarinsson listmálari gegndi því starfi í fyrstu, en síðan tók Erlingur Jóhannsson við því þegar hann flutti á jörðina Ásbyrgi 1938. Erlingur sá um Ásbyrgi allt til 1961 og var jafnframt skógarvörður í Norður-Þingeyjarsýslu 1951-1961.
Eyjafjörður var gerður að sérstöku skógarvarðarumdæmi 1950 og sinnti Ármann Dalmannsson því starfi ásamt framkvæmdastjórnun hjá Skógræktarfélagi Akureyrar. Eyjafjörður féll aftur undir skógarvörð Norðurlands á Vöglum 1975.

Skóglausu héruðin Skagafjörður og Húnavatnssýslur urðu sérstök deild 1950 þegar Sigurður Jónasson, er byggt hafði upp gróðrarstöðina að Laugabrekku, var settur í embætti skógarvarðar. Norðurland varð ekki að einni deild aftur fyrr en 1987. Frá þeim tíma hefur eingöngu verið ræktunarstjóri við gróðrarstöðina að Laugabrekku."

Skógarvörður á Norðurlandi er Sigurður Skúlason