Skógrækt undir merkjum Austurlandsskóga norðan Smjörfjalla fer vaxandi. Nú á dögunum keypti Helgi Þorsteinsson bóndi að Ytra-Nýpi í Vopnafirði flekkjunartæki sem kallast skógarstjarna en stjarnan er framleidd í Finnlandi. Skógarstjarnan er ætluð til að jarðvinna mólendi þar sem er mikill mosi, einnig getur tækið jarðunnið lyng- og fjalldrapamóa. Ásamt skógarstjörnunni er Helgi kominn með skógarplóg sem Sæmundur Guðmundsson á Gíslastöðum smíðaði. Plógurinn er ætlaður til jarðvinnslu í frjósömu graslendi. Helgi mun taka að sér jarðvinnslu fyrir bændur í Vopnafirði og Bakkafirði.