BÆTUM HEIMINN Í HEIÐMÖRK MEÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM OG SKÓGRÆKTARFÉLAGI REYKJAVÍKUR

Á laugardaginn, 10. september nk. kl. 13, hefst einstakur viðburður í Þjóðhátíðalundi í Heiðmörk og er reiknað með að fjöldi fólks verði þar og að sjálfsögðu ert þú velkomin(n)!

Forsagan er þessi:

Á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna, í Jóhannesarborg árið 2000, samþykktu þjóðir heims að vinna sameiginlega að betri og réttlátari heimi, með 8 markmið að leiðarljósi, fyrir árið 2015. Þessi markmið eru kölluð þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

ÞÚSALDARMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
1. Að útrýma örbirgð og hungursneyð.
2. Að öll börn hljóti grunnmenntun.
3. Að stuðla að jafnrétti kynjanna og sjálfsstyrkingu kvenna.
4. Að draga úr barnadauða.
5. Að bæta heilsu mæðra, bæði um og eftir meðgöngu.
6. Að berjast gegn HIV/eyðni, malaríu og öðrum sjúkdómum.
7. Að tryggja framþróun í umhverfisvernd.
8. Að byggja upp alþjóðlegt þróunarsamstarf.

Leiðtogar stærstu ríkja heimsins munu hittast í New York miðvikudaginn 14. september og þar verða þúsaldarmarkmiðin rædd.

Til þess að þrýsta á leiðtogana um framgang þeirra munu verða hundruðir baráttufunda og viðburða í a.m.k. 75 löndum næstu daga (sjá vefsíðu Millenium Campaign)

Skógræktarfélagi Reykjavíkur er sönn ánægja af því að tilkynna að einn þessara viðburða hefst nk. laugardag, þann 10. september í heimsborginni Reykjavík, nánar tiltekið í Heiðmörk, skógræktar- og friðlandi Reykjavíkur.

Boðið er til dagskrár þar sem Íslendingum gefst kostur á að taka þátt í alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt í heiminum, sem kallaður er "Hvítbandadagurinn" og er ætlað að minna á misskiptingu og fátækt í heiminum.

"Hvítbandadagurinn" er haldinn í fyrsta sinn hér á landi í samvinnu Skógræktarfélags Reykjavíkur og Þróunarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNDP.

Allir eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir og hvattir til þess að koma í Heiðmörk.

Dagskráin er eftirfarandi:

Kl. 13:00
Guðrún Helga Jóhannsdóttir, frá Þróunarsjóði S.Þ. á Norðurlöndunum, kynnir Hvítabandadaginn og hugmyndina á bak við hann.

Kl. 13:30
Sjónvarpskonan Sirrý, á Skjá einum, gróðursetur fyrsta tréð sem helgað er þessum viðburði. Sirrý hefur lagt baráttunni gegn fátækt lið og heimsótti nýlega Kenía þar sem hún kynnti sér verkefni á vegum UNICEF.

Þátttakendum gefst kostur á að að kaupa hvít áletruð armbönd til að styðja baráttuna gegn fátækt. Hvert armband fæst á 500 krónur og fylgir birkiplanta sem viðkomandi gróðursetur sem tákn um vilja til þess að binda enda á fátækt í heiminum. Fólki gefst þó kostur á að gróðursetja eins mörg tré og hver vill. Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur kenna réttu handbrögðin við gróðursetninguna.

Ágóðinn af sölu "Hvítu bandanna" mun renna til sameiginlegs verkefnis Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og í Danmörku sem styður alnæmissmituð börn í Mósambík.

Eftir gróðursetninguna verður boðið upp á pylsur sem grillaðar verða á birkigrein og síðan verður farið í leiki.

Ekki má gleyma því að þátttakendum gefst kostur á að skrifa heitustu óskir sínar og hengja á hið kyngimagnaða Óskatré sem er í Heiðmörk.

Leiðin að Þjóðhátíðarlundi verður merkt með skiltum en hægt er að sjá kort af Heiðmörk á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Við hvetjum alla til að mæta og leggja þessu mikilvæga baráttumáli lið.

Af vefsíðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktarfélags Íslands