Við Waterford tæknistofnunina á Írlandi starfar rannsóknahópur sem rannsakar leiðir til þess að hafa hemil á samkeppnisgróðri við nýskógrækt og umhirðu skóglenda.  Skammstöfun rannsóknahópsins er FORVAMS sem stendur fyrir: Forest Vegetation Alternative Management Systems Research Group.  Rannsóknarráð skógræktar á Írlandi, COFORD, veitir hópnum styrki.  FORVAMS hefur opnað vefsíðuna www.forvams.org

Markmið FOFVAMS hópsins er að finna nýjar aðferðir til þess að eyða illgresi og halda því niðri á fyrstu stigum nýskógræktar.  Sífellt er gerð meiri krafa um umhverfisvænar aðferðir til þess að sporna við notkun eiturs.  Rannsóknahópurinn hefur vonir um að noktun kurls beri góðan árangur á fyrstu fjórum árum nýgrópursetninga hvað þetta vandamál varðar.

Nýja vefsíðan er vettvangur niðurstaðna og verkefna FORVAMS rannsóknahópsins og er öllum opin.  Þar er að finna nýjustu fréttir og verkefnasíður ásamt lista yfir botngróður í skógi sem er að finna á Írlandi.  Á síðunni er einnig að finna vettvang til þess að skiptast á skoðunum og spyrja meðlimi rannsóknahópsins spurninga um skyld efni.   Það er von FORVAMS að allir sem stunda skógrækt geti haft not af þessari síðu.

(heimild:  Fréttabréf COFORD, apríl hefti 2004)