Laust er starf framkvæmdastjóra Gróðrarstöðvarinnar Barra h.f. á Egilsstöðum
Starfssvið:
- Rekstur gróðrarstöðvarinnar Barra h.f.
- Yfirumsjón með ræktun skógarplantna.
- Starfsmannahald og verkstjórn.
- Gerð fjárhags-og rekstraráætlana og umsjón með færslu bókhalds.
- Tilboða- og samningagerð.
- Umsjón með ræktunarbúnaði og þróun á honum.
- Þróunarvinna í ræktun og meðferð skógarplantna.
- Eftirfylgni og áframhaldandi þróun á gæðastefnu fyrirtækisins.
- Gerð markaðs- og ræktunaráætlana ásamt faglegri ákvarðanatöku varðandi framtíðaruppbygginu fyrirtækisins.

Hæfniskröfur:
- Menntun og/eða reynsla á sviði skógarplöntuframleiðslu æskileg
- Reynsla af ræktunarstörfum og verkstjórn nauðsynleg.
- Frumkvæði og metnaður í starfi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af notkun algengustu tölvuforrita.
- Kunnátta í bókhaldi æskileg.
- Reynsla af notkun iðntölva og rafstýrðum stjórnbúnaði æskileg.

Laun samkvæmt samkomulagi.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir að senda umsókir til Barra h.f. Kaupvangi 19, 700 Egilsstaðir merkt starfsumsókn.

Umsóknum fylgi upplýsingar um menntun, starfsferilskrá og nöfn umsagnaraðila.
Nánari upplýsingar um starfið veita Rúnar Ísleifsson framkvæmdastjóri í síma
471-2371/899-4371 og Helgi Gíslason í síma 864-4228.

Umsóknarfrestur rennur út 9. mars 2005.