(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Annað Opna hús ársins 2011 verður þriðjudagskvöldið 12. apríl og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Breyting er á fyrirlestri frá fyrri auglýsingum.

Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur mun flytja erindi um nýtingu belgjurta til að auka frjósemi jarðvegs. Hér á landi má nota margar tegundir belgjurta til landbóta í skógrækt og draga með því úr áburðarnotkun, auk þess sem belgjurtirnar geta stuðlað að langvarandi og viðvarandi frjósemisaukningu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.



Frétt: Skógræktarfélag Íslands

Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir