Á morgnun, laugardaginn 20. ágúst, mun borgartréð 2011 verða valið. Skógræktarfélag Reykjavíkur velur borgartré árlega í samstarfi við Reykjavíkurborg. Borgarstjóri útnefnir tréð sem að þessu sinni er Evrópulerki, Larix decidua. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytur tónlist. Tréð er eitt sékennilegasta tréð í Hólavallagarði og það fallegasta sinnar tegundar í Reykjavík.Það er rúmir 10 m.h. og 80 ára. Tréð hefur gríðarmikla krónu sem hvílir á tveimur íturvöxnum stofnun. Tréð er dæmi um hvernig bestu götu- og torgtré geta litið út í borgarmyndinni.

Dagskrá:

10:45 - Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari, spilra þrjú lög og kynnir sérstaklega hvert og eitt þeirra. Þau tengjast öll fuglum og trjám, skógi.

11:00 - Borgarstjóri kynnir borgartréð 2011 og afhjúpar skjöld.

11:10 - Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, flytur stutta tölu f.h. félagsins.

11:15 - Áshildur kynnir og flytur lokalag



Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir