Björn, Arnór og Bjarki eitt sólskinsbros í sólskininu og snjónum á Mógilsá nú fyrr í vikunni.
Björn, Arnór og Bjarki eitt sólskinsbros í sólskininu og snjónum á Mógilsá nú fyrr í vikunni.

Skíðin nýtt til samgangna og útivistar

Mikill snjór er nú við Rannsóknastöð skóg­ræktar á Mógilsá eins og víðar í lands­hlut­anum. Starfsfólkið á Mógilsá tekur snjónum fagnandi og góðviðrið eftir snjókomuna miklu hefur verið nýtt til skíðagöngu um svæðið og jafnvel til og frá vinnu. Ófært var heim að stöðinni eftir snjókomuna aðfara­nótt sunnudags og þurfti mikið að moka.

Meðfylgjandi myndir tók Björn Traustason, landfræðingur á Mógilsá, í byrjun vinnu­vikunnar. Björn býr í Mosfellsbæ og fór á skíðum til vinnu en einnig brugðu þeir sér á skíði með honum, starfsbræður hans, Arnór Snorrason og Bjarki Þór Kjartansson.

Snjórinn breytti skóginum á Mógilsá í ævintýraveröld og ekki spillti sólskinið sem fylgdi í kjölfar fannkomunnar. Ekki verður hjá því komist að eitthvað láti undan snjóþunganum þegar svo mikið fellur í einu. Á einni myndinni sést brotið birki en tjón er varla teljandi í skóginum.

"> Bílastæðið á Mógilsá var kolófært og hér er Elís ráðsmaður kominn á traktornum til að ryðja.

"> Skíðin dugðu betur en bílarnir meðan ómokað var heim að dyrum.

"> Björn á skíðunum hverfur inn í skóginn í sólinni.

"> Vegurinn heim að Mógilsá eftir snjókomuna um helgina.

"> Eðlilegt er að eitthvað láti undan snjófarginu. Hér hefur birki brotnað í skóginum á Mógilsá.



Texti: Pétur Halldórsson
Myndir: Björn Traustason