6. nóvember

Dagskrá Blöndalshátíðar: "Þetta getur Ísland"

Ráðstefna um aðlögun Íslands að skógum og aðlögun skóga að Íslandi, til heiðurs Sigurði Blöndal áttræðum Íþróttahúsinu á Hallormsstað, 6. nóvember 2004

10:30-11:00 Skráning                            

Ráðstefnustjórar: Ingvi Þorsteinsson og Sveinn Runólfsson

Ritari: Vilhjálmur Lúðvíksson

 11:00-11:15 Ráðstefnan sett: Jón Loftsson, skógræktarstjóri

11:15-12:00 Oluf Aalde, fyrrv. skógræktarstjóri Noregs: Oppbyggning av skogresurs i vest- og nord-Norge i forrige århundred: målsetting, resultat og status idag (Uppbygging skógarauðlinda í Vestur- og Norður-Noregi á síðustu öld: markmið, árangur og staðan í dag)

12:00-12:20 Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur: Hallormsstaður í Skógum - Svipmyndir úr bók í smíðum

12:20-13:20 Hádegismatur - Veggspjöld og myndir skreyta salinn

13:20-14:00 Tore Skrøppa, skógerfðafræðingur: Tilpasning til klima - liv eller død for nordiske trær (Aðlögun að veðurfari - líf eða dauði fyrir norræn tré)

14:00-14:20 Þorsteinn Tómasson, erfðafræðingur: Það er komið haust strákar

14:20-14:40 Arnór Snorrason, skógfræðingur: Skógræktarskilyrði á Íslandi 

14:40-15:00 Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur: Breytingar á vaxtarlagi birkis

15:00-15:20Þröstur Eysteinsson, trjákynbótafræðingur: Aðlögun lerkis að hlýrra Íslandi

15:20-15:50 Kaffi

15:50-16:10 Sherry Curl, mannfræðingur, Karl S. Gunnarsson, verkefnisstjóri og Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur: "Birki og tréð með rauðu berjunum": Afstaða Íslendinga til skóga og skógræktar

16:10-16:30 Skúli Björn Gunnarsson, bókmenntafræðingur: Íslenskir skógar og skáldskapur

16:30-16:50 Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógerfðafræðingur: Framandleiki, innrásargirni og skóggangssök

16:50-17:00 Vilhjálmur Lúðvíksson: Samantekt

17:00 Ráðstefnulok

 Ráðstefnugjald er kr. 2000  (innifelur hádegismat, kaffi og ráðstefnumöppu)

 Kvöldverður í Valaskjálf: kr. 2700

Fordrykkur kl. 19:00

Borðhald hefst kl. 20:00  Veislustjóri er Níels Árni Lund

 Boðið verður upp á morgungöngu í Hallormsstaðaskógi á sunnudegi ef veður leyfir.  Lagt af stað frá Mörkinni kl. 10, komið aftur kl. 12.  (miðað er við að hægt verði að ná flugi suður kl. 13:55)

 Rútuferðir verða frá Egilsstaðaflugvelli kl. 10:30 fyrir ráðstefnu, frá Hallormsstað til Egilsstaða kl. 17:00 eftir ráðstefnu og í tengslum við morgungöngu á sunnudegi.

 Ráðstefnugestir eru beðnir um að skrá sig hjá Völu Garðarsdóttur á aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins í síma 471 2100 eða með tölvupósti vala@skogur.is

Gefa þarf upp nafn, kennitölu, heimilisfang og um þátttöku í kvöldverðinum. 

 Flug

Flugfélag Íslands býður hópafslátt og kostar ferðin Reykjavík-Egilsstaðir kr. 7.200 aðra leið (væntanlega kr. 14.400 vilji menn komast aftur heim).  Bóka þarf fyrir 29. október hjá hópadeild Flugfélags Íslands, s: 570 3075 eða með tölvupósti til hopadeild@flugfelag.is   Vísa þarf í að verið sé að fara á Blöndalsráðstefnu.

 Gisting (Vísa í að verið sé að koma á Blöndalsráðstefnu)

Hótel Hérað (s: 471 1500) býður:

Eins manns herbergi kr 6.700

Tveggja manna herbergi kr 8400

 Gistihúsið Egilsstöðum (s: 471 1114) býður:

Eins manns herbergi  kr 5.940

Tveggja manna herbergi  kr 8.100

 Hótel Valaskjálf ( s: 471 1000) býður:

Eins manns herbergi án baðs kr 2.900

Tveggja manna herbergi án baðs kr 3.900

Eins manna m/baði kr 5.900

Tveggja manna m/baði kr 7.900

 Skógræktargeirinn á Íslandi stendur fyrir ráðstefnunni:

Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Íslands, Landsamtök skógareigenda, Héraðsskógar, Suðurlandsskógar, Vesturlandsskógar, Skjólskógar, Norðurlandsskógar, Austurlandsskógar, Landbúnaðarráðuneytið