Snjór á rauðgreni.
Snjór á rauðgreni.

Hvers vegna eru skógar góðir fyrir fiska?

Endanleg dagskrá Fagráðstefnu skóg­rækt­ar 2016 sem fram fer á Patreksfirði 16.-17. mars er nú tilbúin. Þar kennir ýmissa grasa. Fjallað verður um yfirvofandi loftslags­breyt­ing­ar og viðbrögð við þeim, hvers konar efni fáist úr íslenskum skógum og hver verði hugsanleg framtíðarnot fyrir það en einnig um tækni og notkun landupplýsinga.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verður Wade Wahrenbrock, skógfræðingur frá Soldotna í Alaska, sem heldur tvö erindi. Fyrri dag ráðstefnunnar ræðir hann um skógarelda og leiðir sem hann telur Íslendinga geta farið til að draga úr hættu á þeim en seinni daginn talar hann um skóggræðslu á Íslandi og notkun trjáfræs frá Alaska en veltir líka fyrir sér spurningunni um hvers vegna skógar eru góðir fyrir fiska.

Skráningu á Fagráðstefnu skógræktar 2016 lýkur 10. mars.


Texti og myndir: Pétur Halldórsson