Síðastliðin 10 ár hafa einn til tveir nemendur við Skógarskólann í Nödebo í Danmörku tekið hluta af sínu verklega námi hjá Skógrækt ríkisins á Austurlandi á hverju ári. Nemendurnir stunda nám í Skov- og naturteknikeruddannelsen sem er þriggja ára nám við skólann. Í ár eru tveir nemendur á lokaári í sínu námi, þeir Ivan Christiansen (t.v.) og Whalter B.D.Knudsen. Þeir munu tvelja á Hallormsstað í þrjá mánuði við ýmsar verklegar framkvæmdir í skóginum. Báðir hafa þeir mikla reynslu í skógarvinnu áður en þeir hófu námið sem mun örugglega nýtast vel.

http://www.sl.kvl.dk/OmSkovOgLandskab/Afdelinger/Skovskolen.aspx