Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá er virkur þátttakandi í norrænu-baltnesku samstarfi sem miðar að því að bjóða upp á betra framhaldsnám í skógvistfræði og skildum greinum. Samstarfsverkefnið heitir ?Nordic Network for Carbon Dynamics in Managed Terrestrial Ecosystems? og er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni (NorFA) 2003-2007. Frekari upplýsingar um samstarfið má finna á http://www-carbonsweden.slu.se/norfa/index_en.html

 Fyrsti kúrsinn var haldinn síðasta haust hér á Íslandi; í Reykjavík og að Hallormsstað. Þá var fjallað um áhrif nýskógræktar á kolefnisbindingu og líffræðilegan fjölbreytileika. Að kúrsinum komu 10 norrænir, eistneskir, breskir og bandarískir kennarar og alls 20 doktors- og marstersnemar frá mörgum þjóðlöndum.

 Dagana 12. - 17. september var haldinn annar kúrsinn í þessu samstarfi, og fór hann fram í Karelíu í SA-Finnlandi, náægt borginni Joensuu. Þarna var fjallað um áhrif skógræktaraðgerða, svo sem mismunandi grisjunar og aldurs við lokahögg, á kolefnisbindingu eldri skóga. Hvernig er hægt að sameina aukna kolefnisbindingu með sjálfbærri viðarframleiðslu. Einn íslenskur kennari tók þátt í kennslunni, en það var Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur á Mógilsá.

 Alls bárust um 40 umsóknir frá nemendum til að taka þátt í kúrsinum, en laus pláss voru að eins 16 þegar hann var auglýstur (alls voru 21 nemandi á kúrsinum). Þrír íslenskir framhaldsnemar voru meðal þeirra sem fengu að taka þátt. Það voru þau: a) Brynhildur Bjarnadóttir, Mógilsá, sem er í doktorsnámi í umhverfisfræði við Hálskólann í Lundi, b) Jón Ágúst Jónsson, Mógilsá, sem er í mastersnámi við Háskóla Íslands og c) Þorbergur Hjalti Jónsson, Náttúrufræðistofnun, sem er í doktorsnámi við sænska Landbúnaðarháskólann (SLU).