Wangari Maathai frá Kenýa fékk friðaverlaun Nóbels í ár.  Er það fyrir framlag hennar til sjálfbærar þróunar, lýðræðis og friðar.  Alls voru 194 tilnefndir til verðlaunanna, en Maathai er fyrsta afríska konan sem hlýtur friðarverðlaunin og sjöundi Afríkubúinn. 

 Wangari Maathai gegnir embætti aðstoðarumhverfisráðherra Kenýa, er prófessor og formaður hreyfingar sem kallast Grænabeltishreyfingin, Green Belt Movement (GBM).  Hreyfingin hefur síðastliðin 20 starfsár sín plantað 30 milljón plöntum og hafa starfsaðferðir hreyfingarinnar verið teknar upp í 20 Afríkulöndum.

Maathai fæddist í apríl 1940 og var fyrsta konan í Austur- og Mið-Afríku sem tók doktorspróf, en hún lauk líffræðiprófi frá Mount St. Scholastica-háskólanum í Kansas 1964. Hún hefur hlotið viðkurkenningu á alþjóðavettvangi fyrir afdráttarlausa baráttu sína fyrir lýðræði, mannréttindum og umhverfisvernd.

Maathai leggur gríðarmikla áherslu á mikilvægi þess að rækta skóg.  Segir hún heiminn ekki geta verið án skóga, þeir séu lykilatriði í allri ræktun, umhverfisvernd og sjálfbærni samfélaga.  Maathai leggur áherslu á að gera meira og tala minna.  Ekki hefur alltaf verið sjálfsagt að planta megi skógi í Kenýa, og var Maathai handtekin fyrir það á árum áður.

Heimasíða GBM:  www.greenbeltmovement.org