"Möguleikar landbúnaðar morgundagsins verða síst minni en þeir hafa verið til þessa.  Með hagstæðari veðurskilyrðum, aukinni þekkingu og bættri tækni opnast ný tækifæri í ræktun lands.  Nægir í þeim efnum að horfa til kornframleiðslu hérlendis.  Hvet ég til málefnalegra umræðna um öll þau tækifæri sem blasa við.  Ekki er svo ýkja langt síðan menn töldu fjarstæðukennt að rækta skóg á Íslandi eða berjast við náttúruöflin við að græða landið.   Mikil gróska er nú í skógræktarstarfinu og það sama er að segja um landgræðslumál.  Fullyrða má að án þessara verkefna væri staða sveita önnur og verri en hún er í dag.  Enn minni ég á að með skógrækt og landgræðslu er verið að skapa nýja auðlind Íslands sem afkomendur okkar munu njóta góðs af."

Úr ávarpi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings þann 6. mars sl.