Nem­end­ur leik- og grunnskóla Mýrdalshrepps við eldstæði í Syngjanda, þar sem nýja úti­kennslu­svæ…
Nem­end­ur leik- og grunnskóla Mýrdalshrepps við eldstæði í Syngjanda, þar sem nýja úti­kennslu­svæðið hefur verið útbúið. Ljósmynd: Mbl.is/​Jón­as Er­lends­son

Útikennslusvæði hefur verið útbúið í Syngjanda í Mýrdal þar sem Skógræktarfélag Mýrdælinga hefur ræktað skóg. Morgunblaðið greinir frá þessu og er frétt blaðsins á þessa leið:

Hóp­ur fólks sem starfaði sam­an að M-lista Mýr­dæl­inga, sem nú hef­ur verið lagður niður, nýtti sjóð sem list­inn átti til að byggja upp úti­kennslu­svæði fyr­ir grunn- og leik­skóla Mýr­dals­hrepps á Syngj­anda. Var sú vinna unn­in í sam­ráði við sveit­ar­fé­lagið og skóla­stjórn­end­ur. 

Syngj­andi er úti­vist­ar­svæði, í vina­legri kvos í Vík í Mýr­dal. Þar hef­ur Skóg­rækt­ar­fé­lagið í Vík meðal ann­ars plantað trjám til margra ára. 

Hóp­ur­inn af­henti sveit­ar­fé­lag­inu og skól­um á svæðinu aðstöðuna í gær, en sveit­ar­stjóri, skóla­stjórn­end­ur, kenn­ar­ar og nem­end­ur skól­anna voru viðstadd­ir við það til­efni. 

Á úti­kennslu­svæðinu er nú komið upp eld­stæði, við það eru rekaviðakoll­ar og um­hverf­is eld­stæðið er skjól­vegg­ur sem er byggður úr trjá­grein­um af svæðinu. Næst eld­stæðinu er svo sand­kassi fyr­ir yngri börn­in. 

Þá sá hóp­ur­inn um að reisa aðstöðukofa sem geym­ir ýmis áhöld til úti­kennslu. Má þar nefna Muurikka pönnu, hlóðarleggi, ketil, hlóðapott, poppkörfu, pönnu­spaða, grill­tang­ir og eldivið.

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson