Svarið er já, það er ef eitthvað er marka niðurstöður sérfræðinga við Ríkisháskólann í New York, Bandaríkjunum. Þeir telja sig hafa fundið hagkvæma aðferð, sem byggir á framleiðsluferli við gerð pappírs, til að vinna úr viðnum orkuríkan sykur sem síðan er hægt að umbreyta í eldsneyti eða etanól.

Ef þessi tækni, sem sérfræðingarnir kalla lífræna úrvinnsluaðferð etanóls, væri nytjuð við pappírsverksmiðjur í Bandaríkjunum í dag gætu þær framleitt allt að 80% af áætlaðri ársþörf Bandaríkjamanna fyrir etanól.

Nytjar skógarins liggja sem sagt víða og ekki laust við að maður spyrji sig, í ljósi fréttarinannar, hvort skógarbændur í dag séu í raun olíufurstar framtíðarinnar. Ekki skal lagt mat á það hér en hugsunin ætti í það minnsta að verma okkur við vorverkin þegar við höldum ótrauð áfram að planta þessari mögnuðu aðlind, skóginum.


Fréttina má finna í heild sinni á slóðinni: http://www.csmonitor.com/2005/0505/p17s01-sten.html?s=hns