Laugardaginn 17.júlí verður Eyjólfsstaðaskógur á Völlum formlega "vígður" sem "Opinn skógur".

Dagskráin hefst kl. 14.

Ávörp flytja:
Orri Hrafnkelsson, formaður Skógræktarfélags Austurlands,
Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands,
fulltrúar Olís og Alcan á Íslandi og
Soffía Lárusdóttir, formaður bæjarstjórnar Austur-Héraðs.

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opnar skóginn á Eyjólfsstöðum með formlegum hætti.

Sigurður Blöndal leiðir gesti um skóginn og síðan verður fagnaður í samkomurjóðrinu, þar sem verður m.a. boðið upp á veitingar og ljúfa tónlist.

Allir velkomnir.

Blöndalsbúð

Byggt á frétt á www.skog.is