Efnilegur vestfirskur greniskógur.
Efnilegur vestfirskur greniskógur.

Fer fram í Félagsheimilinu Patreksfirði 16.-17. mars

Árleg Fagráðstefna skógræktar verður að þessu sinni haldin á Patreksfirði. Meðal viðfangsefna ráðstefnunnar að þessu sinni verða loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim, gæði íslensks timburs og notagildi, tækni og notkun landupplýsinga ásamt fleiru. Alls verða flutt ríflega tuttugu erindi en einnig farið í skoðunarferð um Tálknafjörð og litið á vestfirska skóga.

Fyrri ráðstefnudagurinn skiptist í þrjá meginkafla eða umfjöllunarefni sem verða fyrirferðarmest í þeim erindum sem flutt verða þann daginn:

  • Yfirvofandi loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim
  • Hvernig er efnið úr íslenskum skógum og hver verða hugsanleg framtíðarnot
  • Landupplýsingatækni og notkun hennar

Alls verða 23 erindi flutt á ráðstefnunni og að henni lokinni er að venju gert ráð fyrir að gefið verði út ráðstefnurit. Greinar fyrirlesara koma þá út í Riti Mógilsár.

Skipuleggjendur Fagráðstefnu skógræktar 2016 eru:

  • Skjólskógar á Vestfjörðum: Sæmundur Kr. Þorvaldsson
  • Skógrækt ríkisins: Pétur Halldórsson
  • Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá: Aðalsteinn Sigurgeirsson
  • Skógfræðingafélag Íslands: Bergsveinn Þórsson
  • Skógræktarfélag Íslands: Einar Gunnarsson
  • Landbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni Diðrik Sigurðsson


Dagskrá fagráðstefnu 2016

(með fyrirvara um breytingar)

15. mars

Vesturferð, rúta, einkabílar eða flug, sjá nánar að neðan.
19:00-20:00 Kvöldhressing á Fosshótel Vestfjörðum Patreksfirði
20:00 Fundarhöld: Aðalfundur Skógfræðingafélags Íslands - og eðalfundur Óskóg

16. mars

Heiti erindis
Fyrirlesari
09:00-09:05 Setning Sæmundur Þorvaldsson, Skjólskógum á Vestfjörðum
09:05-09:15 Ávarp skógræktarstjóra Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
09:15-09:50 Leiðin frá París - Þáttur skógræktar í loftslagsmálum Hugi Ólafsson, umhverfis- og auðlindaráðuneyti
09:50-10:20 Skógarvistkerfi og loftslagsbreytingar Bjarki Þór Kjartansson, Rannsóknastöð skógr. Mógilsá
10:20-10:40 Kaffihlé
10:40-11:00 Hvað getur íslensk skógrækt gert til að draga úr
nettó-losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi?
Arnór Snorrason, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
11:00-11:20 Innihald og ferli landshlutaáætlana Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
11:20-11:40 Samtenging og notkun landupplýsinga
Eydís Líndal Finnbogadóttir, Landmælingum Íslands
11:40-12:00 LUK, verkfæri skógfræðingsins Björn Traustason, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-13:20 Þéttleiki og ending íslensks trjáviðar Sævar Hreiðarsson, Skógræktarfélagi Reykjavíkur
13:20-13:40 Er íslenskur viður byggingarefni? Ívar Örn Þrastarson, skógfræðingur/húsasmíðameistari
13:40-14:10 (Viður í byggingar framtíðar) Af sérstökum ástæðum ófrágengið
14:10-14:40 Frá skógi til fóðurs Birgir Örn Smárason, Matvælastofnun
14:20-14:50 Toppar og greinar út Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
14:50-15:05 Skógmælingar með flygildum Lárus Heiðarsson, Skógrækt ríkisins Egilsstöðum
15:00-15:30 Kaffihlé
15:30-18:30 Skoðunarferð um Tálknafjörð og víðar
19:30 ->>> Hátíðarkvöldverður í Félagsheimilinu

17. mars

Heiti erindis
Fyrirlesari
09:00-09:30 Afforestation in Iceland, the use of Alaska tree seed material and why fish like forests
Wade Wahrenbrock, Science Technical Forestry.
Soldotna Alaska
09:30-10:00 Skjólbelti framtíðar
Samson B. Harðarson, Landbúnaðarháskóla Íslands
09:40-10:00 Bíða nýir trjásjúkdómar eftir fari til landsins? Halldór Sverrisson, Rannsóknastöð skógr. Mógilsá
10:00-10:20 Kaffihlé
10:20-10:30 Gæða- og árangursmat í skógrækt Valgerður Jónsdóttir, Norðurlandsskógum
10:30-10:50 Gæði skógarplantna, prófanir í RGC-borði Rakel Jónsdóttir, Norðurlandsskógum
11:00-11:20 Kynbætt fura Brynjar Skúlason, Rannsóknastöð skógr. Mógilsá
11:20-11:40 Er ofuröspin fundin? Arnlín Óladóttir, Skjólskógum á Vestfjörðum
11:40-12:00 Langtímaáhrif alaskalúpínu og áburðargjafar á lifun
og vöxt birkis
Jóhanna Ólafsdóttir, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-13:20 From a deserted farm to a bountiful bread-basket Benjamin Dippo, Þingeyri (Agro-forestry Planner)
13:20-13:40 Framtíðarverkefni skógarbænda Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Vesturlandsskógum
13:40-15:00 Samantekt og kynning á næstu fagráðstefnu

15:00
Ráðstefnuslit og brottfararkaffi Aðalsteinn Sigurgeirsson/Sæmundur Þorvaldsson



Hvar, hvernig, hvað kostar?

Ráðstefnan fer fram í félagsheimilinu á Patreksfirði sem er um 200 metra gang frá Fosshótel Vestfjörðum Patreksfirði þar sem gert er ráð fyrir að flestir ráðstefnugestir muni gista.

Skráning á ráðstefnuna

Vinsamlega sendið skráningu á netfangið skjolskogar@skjolskogar.is eða hringið í síma 459-8201/893-1065. Við skráningu munu Skjólskógar sjá um að bóka gistingu á Fosshótel Vestfjörðum Patreksfirði og því þyrfti að fylgja ósk um hvort menn vilja eins eða tveggja manna herbergi og einnig hverjum þeim hugnast að deila herbergi með. Ef gistirými þrýtur á hótelinu verður haldið áfram að bóka á önnur gistiheimili á staðnum.

Kostnaður

Ráðstefnugjald 6.000 kr.
Nemendur LBHÍ þurfa ekki að greiða ráðstefnugjald.

Gisting og matur

Fosshótel Vestfirðir:
Gisting f. hvert herbergi (eins eða tveggja) með morgunmat: 11.400 kr. á sólarhring. (= 5.700 kr. á mann ef tveir eru í herbergi)
Matur á mann á ráðstefnutímanum: 7.280 kr. (kvöldhressing þann 15., 2 x hádegisverður, 2 x kaffi og með því + kaffi á ráðstefnutíma)
Hátíðarkvöldverður: 7.200 kr.

Hvernig komast menn á Patreksfjörð?

Þangað liggja auðvitað allar leiðir ...

Á eigin vegum:
Akstursleiðir: Reykjavík – Patreksfjöður er 400 km.
Akureyri – Patreksfjörður er 512 km (um Laxárdalsheiði)

Akstur og ferja:
Einnig má fara sjóveg yfir Breiðafjörð. Sá ferðamáti sparar hvorki peninga né tíma en er skemmtilegur.
Reykjavík-Stykkishólmur + Brjánslækur-Patreksfjörður: 172 + 56 = 228 km.
Akureyri-Stykkishólmur + Brjánslækur –Patreksfjörður: 363 + 56 = 419 km.

Flug:

Flugfélagið Ernir er með daglegar ferðir á flugvöllinn á Bíldudal. Þaðan er flugrúta á Patreksfjörð, 30 km.

Á vegum Suðurlandsskóga:

Suðurlandsskógar standa fyrir rútuferð vestur á Patreksfjörð 15. mars og til baka 17. mars. Lagt af stað 15. mars klukkan 12:00 frá Krónunni Selfossi, frá Olís Rauðavatni klukkan 12:45, frá Mógilsá klukkan 13:15 og frá Hyrnunni Borgarnesi klukkan 14:15
Til baka verður farið klukkan 15:15 fimmtudaginn 17. mars. Fróðleikur, gamanmál, sögur, upplestur og söngur. Þetta allt ásamt góðu sæti í ÞÁ-bíl kostar aðeins krónur 9.000 á farþega. Nánari upplýsingar og skráning hjá Hörpu Dís, harpadis@sudskogur.is, eða í síma s 899-9653.

Birkiskógarnir á sunnanverðum Vestfjörðum eru nú í sókn með minnkandi beit.
Reyniviður skreytir skógana víða en nú vaxa líka upp gerðarlegir greniskógar vestra.

Texti: Pétur Halldórsson
Myndir: Sæmundur Þorvaldsson