Nokkrir tálguhópar eru að störfum um þessar mundir, m.a. hópur eldri borgara á Seltjarnarnesi sem myndin sýnir tálga skaftbolla, böngustaf, skeftingu á mjög gömlum tertuhníf og tálun á fugli. Hópurinn er mjög áhugasamur og hittist vikulega. Kynslóðatáguhópur var myndaður í Sjálandsskóla í Garðabæ sem einnig hittist vikulega. Þar tálga saman börn, foreldrar og ömmur. Þá eru tveir hópar í Hafnarfirði sem Rauðakross deildin heldur utan um. Annar er fyrir atvinnulaust fólk og hinn fyrir geðfatlaða. Í báðum hópunum er mjög mikill áhugi fyrir viðfangsefninu og til verða vandaðir og eigulegir gripir sem þátttakendur tala um að setja upp í hillu eða sem gjafir til ættingja og vina.


Mynd og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi