Eftir stöðvanámskeiðið á starfsdegi leikskólastjóra og starfsfólks leikskólasviðs borgarinnar fyrir rúmri viku hefur komið fram mikill áhugi á skógartengdri fræðslu.

Fyrsti leiskólinn til að byðja um kynningu var Foldakot í Grafarvogi. Kynningin fór fram á starfsdegi leikskólans og var leyniatriði í lok dagskrárinnar. Mikill áhugi kviknaði hjá starfsfólki við þessa stuttu kynningu á ferskum viðarnytum og tálgutækninni. Kynnt voru sérstaklega verkefni sem höfða til yngri barna og urði strax til einföld verkefni s.s. flauta og armband sem unnin voru með litlum handbor og greinaklippum í granna aspargrein, auk þess sem tálguhnífurinn var notaður. Tegund kynningarinnar var alaskösp.

Foldakot býr svo vel að vera með mjög fjölbreyttan trjá- og runnagróður í kringum leikskólann og sögðust starfsmenn líta gróðurinn öðrum augum eftir kynninguna.

frett_29102009(1)

Myndir og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins