Dagskrá Fræðaþings landbúnaðarins
    
Hér á eftir fer dagskrá Fræðaþings landbúnaðarins sem hefst fimmtudaginn 3. febrúar. Meðal dagskrárliða þar eru fimm erindi sem beinlínis tengjast skógræktarrannsóknum, m.a. umfjöllun um losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda, notkun áburðar í skógrækt og viðhorf almennings til skógræktar. Eru þau erindi feitletruð í meðfylgjandi texta. Einnig verða flutt mörg áhugaverð erindi sem tengjast skógrækt með óbeinum hætti. Í lok fimmtudags fer fram kynning á veggspjöldum í A-sal Hótel Sögu. Alls verða kynnt 60 veggspjöld og fjalla 13 þeirra um skógræktarrannsóknir.

Mynd: Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8 í Reykjavík. Þar fer fram dagskrá fyrri dags fræðaþings landbúnaðarins, fimmtudaginn 3. febrúar. Það stendur fram á föstudag, en þá fer dagskráin fram í A-sal Hótels Sögu.

Fimmtudagur 3. febrúar ? Fundarsalur Íslenskrar erfðagreiningar

kl. 08:15 Skráning og afhending gagna
? 09:00 Setning: Áherslur bænda í umhverfismálum
Haraldur Benediktsson, Bændasamtökum Íslands

Heilbrigði lands og lýðs

Fundarstjóri: Þórunn Sveinbjarnardóttir

09:20 Ísland og Kyotóbókunin
Auður Ingólfsdóttir, UMÍS ehf. Environce, Borgarnesi
09:50 Kolefnisbinding með nýskógrækt. Hvar stöndum við og hverjir eru möguleikarnir?
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Arnór Snorrason, Bjarki Þór Kjartansson og Brynhildur Bjarnadóttir, Rannsóknastöð Skógræktar Mógilsá
10:20 Kolefnisbinding og endurreisn landkosta
Andrés Arnalds og Anna María Ágústsdóttir, Landgræðslu ríkisins

10:40 Kaffihlé

11:00 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda
Hlynur Óskarsson og Jón Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
11:40 Umhverfis landbúnaðinn: Breyttar þarfir - breyttar leiðir?
Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

12:10 Matarhlé

13:20 Fita dýra og hollusta
Bragi Líndal Ólafsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
13:50 Hvað vitum við um samband fæðuneyslu og heilsufars?
Margrét Leósdóttir, læknir, Háskólasjúkrahúsið UMAS, Malmö, Svíþjóð

14:20 Kaffihlé

14:40 Mjólkurvörur og heilbrigði
Einar Matthíasson, Mjólkursamsölunni
15:10 Fagleg undirstaða íslenskrar manneldisstefnu
Inga Þórsdóttir, Rannsóknastofu í næringarfræði
15:40 Hollusta grænmetis
Ólafur Reykdal, Matra

16:10 Fundarhlé

16.15-18.15 Veggspjaldakynning í Ársal Hótel Sögu .


Föstudagur 4. febrúar ? A-salur - Hótel Saga

Framleiðsluaðstæður á Íslandi: Ógnun eða tækifæri
Fundarstjóri: Gunnar Ríkharðsson

09:00 Sumarexem í íslenskum hrossum - Erfðir og umhverfi
Sigríður Björnsdóttir, Embætti yfirdýralæknis
09:20 Félagsatferli hrossa
Hrefna Sigurjónsdóttir, Kennaraháskóla Íslands og Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands
09:40 Orkuefnaskipti kúa um burð
Grétar Hrafn Harðarson, Landbúnaðarháskóla Íslands
10:00 Snefilefni í fóðri
Arngrímur Thorlacius, Landbúnaðarháskóla Íslands

10:20 Umræður

10:35 Kaffihlé

10:55 Athuganir á orsökum kálfadauða
Baldur Helgi Benjamínsson, Bændasamtökum Íslands
11:15 Tilraunastarfið á Hesti 2001-2004. Eldi lamba og rekstrarlíkan í sauðfjárframleiðslu
Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
11:40 Fjárhúsgólf - sambanburður sex gólfgerða
Sigurður Þór Guðmundsson og Torfi Jóhannesson, Landbúnaðarháskóla Íslands

11:55 Umræður

12:10-13.20 Matarhlé og veggspjöld

13:20 Bygging og eðliseiginleikar móajarðvegs og áhrif jarðvinnslu
Hólmgeir Björnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
13:50 Sprotabú, þáttur ræktunarskipulags í hagkvæmri fóðuröflun
Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
14:10 Verkun korns og verslun með það
Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

14:30 Umræður

14:45 Kaffihlé

15:05 Íslensk skógarúttekt
Arnór Snorrason og Bjarki Þór Kjartansson, Rannsóknastöð Skógræktar Mógilsá
15:25 Áburður í skógrækt
Hreinn Óskarsson, Skógrækt ríkisins
15:45 Gulvíðir og loðvíðir: rusl eða áhugaverður kostur í landgræðslu?
Kristín Svavarsdóttir og Ása L. Aradóttir, Landgræðslu ríkisins
16:05 Ræktun blómlauka á Suðurlandi
Björn Gunnlaugsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
16:25 Kálæxlaveiki
Guðni Þorvaldsson og Halldór Sverrisson, Landbúnaðarháskóla Íslands

16:45 Umræður

17:00 Þingslit


Föstudagur 4. febrúar ? Ársalur - Hótel Saga

Íslenskt landslag - vannýtt auðlind?
Fundarstjóri: Áslaug Helgadóttir

kl. 09:00 Landslagið er auðlind
Auður Sveinsdóttir og Hildur Stefánsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands
 09:30 Búfjárhald í Hálsasveit og Hvítársíðu 1708-2002 og þróun gróðurfars
Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Björn Þorsteinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
09:50 Viðhorf almennings til skógræktar og landgræðslustarfs
Sherry Curl, Skógrækt ríkisins, Karl S. Gunnarsson og Hrefna Jóhannesdóttir Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins og Guðjón Magnússon, Landgræðslu ríkisins
11:10 Umræður

10:25 Kaffihlé

10:45 Þróun byggðar út frá náttúrufarslegum forsendum
Sigríður Kristjánsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands
11:05 Áhrif friðlýsinga á landbúnað og byggðaþróun
Árni Bragason, Umhverfisstofnun
11:35 Barnsskónum slitið: framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Hólaskóla
11:55 Umræður

12:10-13.20 Matarhlé og veggspjöld

13:20 Þróun ferðaþjónustu í dreifbýli og efnahagsleg áhrif
Ásgeir Jónsson, Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
13:50 Efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða og staða auðlindarinnar
Sveinn Agnarsson, Hagfræðistofnun Háskóla Ísland
14:20 Nýsköpunarstarf í ferðaþjónustu
Árni Jósteinsson, Bændasamtökum Íslands, Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda og Jón G. Guðbjörnsson, Framleiðnisjóði landbúnaðarins
14:40 Umræður

14:55 Kaffihlé

 15:15 Ísland - ævintýraland
Christiane Mainka, Hólaskóla
15:35 Matur er minning: íslensk matarmenning í öndvegi
Laufey Haraldsdóttir og Ólöf Hallgrímsdóttir, Hólaskóla
15:55 Hestatengd ferðaþjónusta á Íslandi: atvinnugrein eða tómstundagaman?
Ingibjörg Sigurðardóttir, Hólaskóla
16:15 Ferðaþjónusta bænda - ný tækifæri
Marteinn Njálsson, Félag ferðaþjónustubænda
16:35 Umræður

17:00 Þingslit