Fræðslufundur:
,,  skjól  -  skógur  -  skipulag  ?

Staður: Hótel Héraði Egilsstöðum
Stund: Mánudaginn 30 ágúst 2004 frá kl.  17.00 til 18:30
Aðstandendur: Skógrækt ríkisins, Austur-Hérað, Héraðsskógar
Þátttaka: Allir velkomnir

Dagskrá: 
17.00 Alexander Robertson skógfræðingur (PhD)  frá Kanada  -   Wind patterns - visualiztion ?  shelterbelts ? design features

18.00 Umræður og kaffihlé

18.30  Málþingi lýkur 

Þröstur Eysteinsson þróunarstjóri Skógræktar ríkisins mun túlka fyrirlesturinn

Markmið fræðslufundarins:
Að efla  umræðu og fræðslu um mikilvægi  samspils  skipulags ? skógar og skjóls.
Að gefa þeim aðilum er vinna að og hafa áhuga á skipulagsmálum tækifæri til að auka við þekkingu sína  á  hlutverki skjólbelta og trjágróðurs til skjóls
Að gefa þeim aðilum  er vinna að og hafa áhuga á skógrækt og skjólbeltagerð tækifæri til að auka við þekkingu sína á skipulagsmálum og samspili skipulags,  skjólbelta og trjágróðurs
Að gefa skipulagsfólki og skógræktarmönnum tækifæri til að hittast, fræðast og skiptast á skoðunum.

Alexander (Sandy) Robertson, skógfræðingur (PhD)

er Íslendingum að góðu kunnugur.  Hann kom fyrst hingað til lands 1963 og hefur verið ráðgjafi í mörgum skógræktarverkefnum hér á landi m.a. asparverkefni í Gunnarsholti, og  Skjólskógum á Vestfjörðum.
Heimaland Sandys er Skotland, þrátt fyrir að hann hafi búið og starfað í áratugi á Nýfundnalandi.
Hann er skógrfræðingur að mennt (PhD) og hefur unnið bæði fyrir ríkisskógræktina í Kanada og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi, en áhugasvið hans og jafnframt efni doktorsritgerðar er áhrif vinds, skjólmyndun við þéttbýlið  og skjólbelti og landslag.