Alaskaösp í uppeldi. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Alaskaösp í uppeldi. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Skógræktin auglýsir eftir aðilum til að framleiða alaskaösp í fjölpottabökkum (FP24/35) til af­hend­ing­ar árin 2020 og 2021.

Biðlað er til smærri sem stærri ræktunarstöðva á landinu að bjóða í framleiðsluna en þó verða ekki gerðir samningar um minni framleiðslu en 500 bakka í einu. 

Nánari upplýsingar og afhending frekari gagna um framleiðsluna er á hendi Valgerðar Jónsdóttur, verk­efn­is­stjóra fjölgunarefnis hjá Skógræktinni. Netfang hennar er valgerdur@skogur.is og sími 862 7854.

Texti: Pétur Halldórsson