DSC07799_bbDSC07813_bbDSC07820_bbDSC07829_bbDSC07848_bbMánudaginn 3. júní sl. fór fram á Laugarvatni samráðsfundur Skógræktar ríkisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Samráðsfundir sem þessir hafa verið haldnir reglulega og er ætlunin að halda einn slíkan fund á ári héðan í frá. Ástæða fyrir staðsetningu fundarins að þessu sinni var að Laugavatnsskógurer um þessar mundir að verða hundrað ára gamall.

Fundurinn fór fram á veitingastaðnum Lindinni en að honum loknum var haldið í stutta skoðunarferð um Laugarvatnsskóg.





















































































Texti og myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir