Viðarnýtingarnefnd
1. fundur miðvikudaginn 13. sept. 2004

Dagskrá:

1. Verksvið nefndarinar
2. Samningurinn við BYKO
3. Fjármögnun
4. Verkefnastaða
5. Næsti fundur
6. Undirskrift samnings

Tími: 12:00 - 15:30
Fundarstaður: Gistiheimilið á Egilsstöðum.
Boðaðir: Þjóðskógar Skógræktar ríksins, Skúli Björnsson SB,
Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins Mógilsá, Ólafur Eggertsson ÓE
Skógrækt ríkisins, Ólafur G.E.Sæmundsen ÓS og Ólafur Oddsson ÓO.
Framkvæmdastjórum landshlutaverkefnanna,Guðmundur Ólafsson GÓ.
Landssamtök skógareigenda, Fjölnir Björn Hlynsson FBH.
Skógræktarfélag Íslands, Einar Gunnarsson EG.
BYKO, Stefán Valsson SV. , Eiríkur Þorsteinsson EÞ. Sigurður Ragnarsson SR.
Ekki mætu: Stefán Valsson og Guðmundur Ólafsson.
Auk nefndarmanna mættu: Jón Loftsson skógræktarstjóri, Gunnlaugur Guðjónsson fjármálastjóri og Þröstur Eysteinsson sviðsstjóri þróunarsviðs.

1. Verksvið nefndarinnar
EÞ Kynnti þennan lið.

Megin verksvið nefndarinnar:
? Ákveða og skilgreina verkefni
? Sjá um fjármögnun verkefna
? Skipa starfshópa um ákveðin verkefni
? Ráðstafa styrkjum til einstakra verkefna
? Vinna að vöruþróun á grisjunarvið úr íslenskum skógum
? Vinna að fræðslu og markaðssetningu á vörum sem verða til

Þrjú megin verkeni
Viðarmiðlunin
? Í dag vistar BYKO Viðarmiðlun Sr.
? Markmið Viðarmiðlunar er að selja grisjunarvið frá Sr. og skógarbændum.
? Til að ná markmiðinu hjálpar markaðsdeildin hjá BYKO við að finna réttar vörur á réttu verði, koma þeim í umbúðir og að kynna þær.

Skólaverkefni og fræðsla
15 skólar í Reykjavík
7 skólar á landsbyggðinni
1 skólar í Kópavogi
 
Vöruþróunarverkefni og megin markmið þeirra
? Þróa vörur sem henta til vinnslu úr
 1. og 2. grisjun
? Leita að leiðum til að auka þekkingu, leysa framleiðsluvanda og gæði.
? Fá framleiðendur í samstarf um framleiðslu, vöruþróun og markaðssetningu.
? Skógræktin og skógarbændur eru hráefnissalar.


2. Samningurinn við BYKO
? BYKO styrkir viðarnýtingarnefnd til vöruþróunar, markaðssetningar og fræðslu á skógarafurðum.

? Fjárstuðningur er  kr. 1.500.000,- á ári,   til að halda utan um fræðslu og vöruþróun á skógarafurðum.
? Markaðsdeild BYKO aðstoðar nefndina við markaðssetningu á skógarafurðum sem nefndin er að vinna að.  BYKO sér um sölu á þeim vörum sem þeir telja sig geta markaðssett.
? Bolsöginni, sem BYKO hefur lagt SR til mun nefndin ráðstafa til þeirra verkefna sem nefndin telur henta á hverjum tíma og munu þeir aðilar sem hafa sögina til ráðstöfunar sjá um rekstarkostnað hennar.
? Í viðarnýtingarnefnd sitja 7 menn og  tilnefnir BYKO tvo þeirra, þ.á.m. formann nefndarinnar.
? Samningurinn gildir í eitt ár frá undirskrift og endurnýjast sjálfkrafa um eitt ár sé honum ekki sagt formlega upp með þriggja mánaða fyrirvara af öðrum hvorum aðilanum.

3. Fjármögnun
Rætt var um fjármögnun sem væri í meginatriðum þríþætt.
1. Til nefndarinnar til að gera hana starfhæfari.
2. Aðstoða einstaka verkefni til að fá fjármagn.
3. Sækja um til Átaks til atvinnusköpunar um styrk til að gera  grámaverkefnið að  raunveruleika.

Samþykkt var:
Að EÞ, ÓE, EG og SB mundu heimsækja landbúnaðar- og iðnaðarráðherra, en áður að því kæmi yrði leitað ráða hjá Ísólfi Gylfa og muni EÞ sjá um að vera í sambandi við hann.
Að EÞ komi með upplýsingar á næsta fund um styrki til vöruþróunarverkefna frá Impru.
Að undirbúin verði umsókn til Átaks til atvinnusköpunar og mun EÞ og GG sjá um þann undirbúning.
Önnur mál:
Rætt var lauslega um efni, efnisskort, gæði, magntölur og nauðsyn þess að gera úttekt á þeim hlutum á lands vísu og verður það skoðað betur á næstu fundum. SB sýndi myndband af gámavinnslusög og kynnir það betur á næsta fundi. Lögð fram til kynningar skýrsla ÓS og ÓO um Viðarmiðlun.

4. Verkefnastaða
Ekki vannst tími til að hefja umræður um þennan lið en í saðin fylgir hér með fyrir neðan gamli verkefnalistinn:

Verkefnalistinn:

Reykflísar:
SV Ræða við markaðsdeild BYKO um markaðssetningu á reykofnum.
Markaðsdeildin ekki jákvæð, hafði reynt þetta fyrir tveimur árum. Ofnarnir fóru á útsölu.  Tillaga að farið verði í það að skoða möguleika á markaðsátaki þar sem fer saman ofnar, flís og góður kokkur.  ÓS ræddi við aðila sem flytur inn ofna og flís og er hann til í gera tilraun með ísl. flís.  ÓE talaði við Ellingsen (OLÍS) reykofnar, Charbroil kr. 9500, flísin er frá sama aðila.  Flísverð fundið á Netinu 1 lb (0,33kg) 4-5$ kr. 500 komið til landsins í höfn.  25kg poki hjá Sigga Skúla á Vöglum 953,  heildsöluverð 1187 með vsk á staðnum.
ÓE Vinnsluaðferðir og rétt gæði.  Koma þarf upp sílói og tengja við þurrkara til að minnka vinnu.   Í dag er hrært á gólfinu til að þurrka.  Eingöngu stórir aðilar kaupa í tonnum.  Ekki selt til einkaaðila.  Spurning á sölu til bænda til fullvinnslu á matvörum.   Átak í því að kynna verklag við reykingar til bænda, útgáfa á riti.  Fá starfsmann frá MATRA til að kynna fyrir okkur reykaðferðir.
ÓE Ræða við Sigga á Vöglum um markaðinn, betri vöru, betri gæði og verð
SV og EÞ tala við markaðsdeild BYKO
EÞ talar við MATRA.

Jólasveinar - Álfar:
EÞ og ÓS  Vinnsluferill og stærðir
ÓS Stærðir, þvermál 3-15 cm. Vantar bandsög. 
Er komið í sölu þetta árið.  Hvað með næsta ár? SV

Timburkassar:
Kassar til ýmissa nota, útbúið sem "kitt" í mismunandi stærðum.  Hönnun verkefni í samkeppni.  Leysa fyrst frumvinnslu bola.

Fjalhögg:
ÓO kemur með lýsingu og tillögu hver á að framleiða.

Eldiviður fyrir útikamínur úr leir:
SV Álit markaðsdeildar BYKO við sýnishornum um að þau séu í lagi
SB sendir til BYKO 50 poka af hvorri tegund. 
Verð kr. 295  - Útsöluverð kr. ???

Hálkuvörn:
ÓS Senda nefndarmönnum til prófunar þegar hálkan kemur
Setja í sambærilega poka og eru notaðir fyrir arinviðinn.  Merkingar? Þurrkun?

Stikklur:
SB Gerir tilraun heima hjá sér
EÞ, ÓS  Skilgreining á vinnslu og gæðum
Prófa í vor.

Skólaverkefnið:
ÓO og ÓS Skilgreiningar, framleiðsla og verð
ÓO byrjaður að flokka og taka myndir.

Orkukubbar:
SB og GG Tala við Guðmund í Límtré um magn, tæki og gæði.

Efni til jarðgerðar:
ÓE Vantar upplýsingar um umbúðir, gæði, merkingar og verð.

Básar í hesthús og hestagerði:
SV Ræðir við Vírnet
SV, ÓO og EÞ sjá um að koma málinu áfram

Veggklæðning frá Guðmundi Ósvald:
EÞ Mun sjá um að koma málinu áfram

Almennt fyrir alla vöruflokka:
GG Merking - samræming og Verð - kostnaðargreining.
Verið að útbúa samræmt útlit - SV óskar eftir nýju merki

Vörur sem þurfa meiri vöruþróun:
EÞ Garðhúsgögn, gerðisspírur, klæðning utanhúss, og veggflísar
Næstu skref?
Hugmyndasmiður fyrir veggflísar ætlar að sækja um styrk til frekari þróunar.

Viðarsýnishorn:
Útbúa viðarsýnishorn ca. 20 tegundir.   T.d brauðbretti.  Finna smið sem vill gera þetta.


 
Næsti fundur
Næsti fundur verður 11. nóvember hjá Iðntæknistofnun Íslands og hefst hann kl. 11:00
Verkefni þess fundar verða efirfarandi:
1. Skýrsla frá Guðmundi og Skúla um ferðina til Bandríkjana
2. Skýrslan um Viðarmiðlunina sem Óli Odds og Óli Sæm tóku saman.
3. Heimsókn til ráðherra
4. Ræða vöruþróunarverkefni sem þarf að koma af stað auk þess að leggja sérstklega mat á þilju verkefnið sem Guðmundur Magnússon hefur verið að þróa og stiklunar sem SB hefur verið að þróa.
5. Samanburður á viðargæðum ÓE
6. Framboð á efni

5. Undirskrift samnings
Samningurinn þar sem BYKO styrkir viðarnýtingarnefnd til vöruþróunar, markaðssetningar og fræðslu á skógarafurðum var undirritaður af Sigurði Ragnarssyni frá BYKO og Jóni Loftssyni skógræktarstjóra.


Eiríkur Þorsteinsson
Verkefnastjóri