Dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson, sérfræðingur á Mógilsá, hefur verið ráðinn í stöðu prófessors í skógfræði og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Bjarni er líffræðingur frá Háskóla Íslands og skógvistfræðingur frá Sænska landbúnaðarháskólanum á Ultuna. Megin rannsóknasvið hans hafa m.a. verið kolefnisbinding í skógi, áhrif ýmissa umhverfisþátta á framleiðni og áhrif skógræktar á aðra umhverfisþætti, svo sem líffræðilega fjölbreytni, jarðveg m.fl.

Auk Bjarna voru þrír umsækjendur taldir uppfylla kröfur til þess að gegna stöðu prófessors. Þeir voru Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá; Dr. Ása L. Aradóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs Landgræðslu ríkisins; og Dr. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í plöntuvistfræði við háskólasetrið (UNIS) á Svalbarða.

Mynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson