(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
Um þessar mundir er verið að vinna að mörgum áhugverðum verkefnum í norrænum skógum sem allir geta notið góðs af. Upplýsingum um verkefnin verður safnað saman á nýrri heimasíðu og þar verður til eins konar hugmyndabanki, þar sem lýst er hvernig mynda megi á áhrifaríkan hátt virðisauka og tryggja að nærsamfélagið njóti sem best skóganna. Dæmum er safnað saman af vinnuhóp á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

„Meginmarkmið heimasíðunnar er að miðla mörgum og ólíkum hugmyndum um nýtingu skóganna, þannig að Norðurlandabúar, þrátt fyrir mismunandi reglur og hefðir við landnýtingu til framleiðslu og tómstunda, geti fengið hugmyndir og lært hvert af öðru," segir Morten Ingerslev, sérfræðingur og verkefnisstjóri, en hann starfar við líffræðideild Kaupmannahafnarháskóla.



Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkins
Texti: Vefsíða Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar