Í Haukadalsskógi var gróðursett gráelri sem ættað er frá Noregi árið 1961 við læki í Austmannabrekku. Hafa þessi tré sáð sér niður með lækjum og sprottið upp í háum greniskógum. Skógræktarmenn voru á ferð í Haukadalsskógi og mældu nokkur af þessum trjám og eru þau hæstu þeirra um 15 m há og setja þau afar skemmtilegan svip á greniskóginn þar sem þau teygja sig upp í ljósið milli grenitrjánna.


Mynd: Hreinn Óskarsson