Í lok síðustu viku var hélt LÍS (Lesið í skóginn) námskeið fyrir svokallaða „græna leiðbeinendur“ hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Þeirra hlutverk eru m.a. að fara á milli hópa, fræða nemendur um umhverfismál með umræðum og áhugaverðum verkefnum og vekja þannig áhuga og umhugsun þeirra gagnvart umhverfinu.

Á námskeiðinu var tálgað og grisjað, auk þess sem nemendur fengu fræðslu um ferskar viðarnytjar, skógarvistfræði og annað það sem tengist umgengi við tré og fjölbreyttar skógarnytjar.

 

Grænir leiðbeinendur Vinnuskóla Rvk

Grænir leiðbeinendur Vinnuskóla Rvk

Grænir leiðbeinendur Vinnuskóla Rvk