Í júní útskrifuðust nemendur af námskeiðaröðinni Grænni skógum I á Vestfjörðum og Suðurlandi.  Alls útskrifuðust 20 nemendur á Suðurlandi 2. júní og 18 á Vestfjörðum 15. júní. Hér er um að ræða skógræktarnám á vegum Starfs- og  endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið hefur staðið yfir síðan haustið 2004 og hafa nemendur sótt allt að 15 námskeið á þessum tíma.  

Útskriftarnemarnir eru skógarbændur eða skógræktendur, sem vildu auka kunnáttu sína í skógrækt.  Áður hafa hópar útskrifast á Suðurlandi og Norðurlandi. 

Skógrækt ríkisins fagnar þessum áfanga hjá skógræktarfólkinu og óskar þeim innilega til hamingju.

 

Á efstu mynd má sjá sunnlensku nemendurna á Reykjum ásamt Ágústi Sigurðssyni rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Björgvini Eggertssyni verkefnisstjóra Grænni skóga.

Útskriftarnemendurnir á Vestfjörðum ásamt þeim Arnlínu Óladóttur skógfræðingi hjá Skjólskógum og Björgvini Eggertssyni verkefnisstjóra Grænni skóga hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

Jóhann Björn Arngrímsson (í miðið) sem fékk viðurkenningu fyrir vandaða ritgerð. Hann er þarna ásamt Guðríði Helgadóttur, sem veitir starfsmenntanámi LbhÍ forstöðu og Björgvini Eggertssyni.