Á landsmóti UMFÍ sem haldið var á Egilsstöðum árið 2001 var endurvakin keppni í gróðursetningu og náðu heimamenn í gull, silfur og brons. Héraðsmenn gerður einnig góða ferð á landsmót UMFÍ á Sauðárkróki sem stendur yfir þessa dagana. 

Fyrir ÚÍA kepptu þeir Arnar Sigbjörnsson, Helgi Bragason og Sigfús Ingi Víkingsson. Að sögn keppenda var land mjög misjafnt sem gróðursett var í, allt frá mólendi yfir í mjög grýtt land. 

Keppendur voru 23 og "okkar" menn fóru ekki erindisleysu norður heldur sóttu 24 stig fyrir ÚÍA.  Arnar varð í fyrsta sæti, Sigfús í öðru og Helgi í því fimmta. Héraðsskógar og Austurlandsskógar óska þeim til hamingju með árangurinn.

Sjá úrslit á heimasíðu Landsmóts UMFÍ