frett_30102006_2Þann 24.október s.l. felldi starfsmaður Skógræktar rikisins á Suðurlandi,Jóhannes H. Sigurðsson, hæsta jólatré sem fellt hefur verið á Íslandi. Mældist tréð 16,8 m. Ekki nóg með að þetta sé hæsta íslenska jólatré sem fellt hefur verið, heldur er þetta að öllum líkindum hið hæsta sem sett hefur verið upp hér á landi. Tréð var tekið á Kirkjubæjarklaustri í samráði við heimamenn. Var það um 55 ára gamalt sitkagreni gróðursett af  Sigurlaug Helgadóttir og fjölskyldu á Kirkjubæjarklaustri. Fella þurfti tréð vegna þess að það var farið að byrgja útsýni á Systrafoss. Verður andvirði trésins varið til að setja upp útivistaraðstöðu fyrir ferðamenn nálægt staðnum sem tréð stóð.

Í skóginum á Kirkjubæjarklaustri má í dag finna hæstu sitkagrenitré landsins sem mörg eru yfir 20 m há og sum hver yfir 23 m há.

Blómaval og Húsasmiðjan keyptu tréð og sóttu það á Klaustur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Verður tréð sett upp við Blómavals/Húsasmiðju verslanirnar í Skútuvogi. Sjá nánar: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1231202


Ljósm.  Elín Anna Valdimarsdóttir