Nú þegar hausta fer og Hallormsstaðaskógur skartar fallegum haustlitum, hefjast venjulega grisjunarframkvæmdir sem standa yfir fram að vori. Þessa daganna eru skógarhöggsmenn Skógræktar ríkisins að grisja birkiskjerm. Efniviðurinn er keyrður úr skóginum á traktor með sér útbúnum timburvagni. Efnið er nýtt í eldivið og bestu bolirnir teknir frá í borð, bolviðurinn fer í  smíðavið fyrir handverksmenn. Mikil eftirspurn er eftir birkiborðum til allskonar smíða sem erfitt er að anna vegna þess hve íslenska birkið er lágvaxið og kræklótt. Fljótlega hefjst grisjun í lerkiskógunum til borviðarframleiðslu og annara nýtja.

Á meðfylgjandi myndum má sjá skögarhöggsmennina Þorstein, Bjarka, Ólaf og Hjalta við fellingu og útkeyrslu, auk birkistæðu á vinnsluhlaði á Hallormsstað.

frett_16092011_1

frett_16092011_3

Texti og myndir: Þór Þorfinnsson